Keflavík keyrði yfir Stjörnuna í fjórða leikhluta

Það var stórleikur í körfubolta í kvöld þegar Keflavík tók á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Keflavík og lauk leiknum með 92:71 sigri Keflavíkur. Keflvíkingar eru því með 2 sigra og eitt tap í deildinni á meðan Íslandsmeistararnir hafa tapað tveimur leikjum og unnið einn.