Fram vann langþráðan sigur

Fram tók á móti ÍR í Olísdeild karla í handbolta í kvöld þar sem heimamenn unnu fjögurra marka sigur, 37-33. Framarar byrjuðu leikinn vel og höfðu náð tíu marka forystu þegar flautað var til hálfleiks, 20-10. Þótt gestirnir hafi mætt beittari í síðari hálfleik dugði það ekki til að vinna upp forskotið sem Framarar höfðu þegar. Sigurinn var kærkominn fyrir Íslandsmeistara Fram sem höfðu tapað fjórum deildarleikjum í röð. Arnór Máni Daðason varði 22 skot í marki Fram í kvöld.RÚV / Mummi Lú Arnór Máni Daðason átti góðan leik í marki Fram og lauk leik með 22 varin skot. Ívar Logi Styrmisson var markahæstur Fram með átta mörk. Bernhard Kristján Owusu Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason skoruðu átta mörk hvor fyrir ÍR.