Stólarnir á siglingu og Keflavík lagði Íslandsmeistarana

Tindastóll vann öruggan sigur á ÍR í Skógarseli í Bónusdeild karla í körfubolta í kvöld, 67-113. Stólarnir eru á góðu skriði og hafa unnið fyrstu þrjá leiki deildarinnar ásamt því að gera góða hluti í Norður-Evrópubikarnum. Tindastóll hafði yfirhöndina frá upphafi og hafði náð átján stiga forskoti í hálfleik, 56-38. Að lokum unnu gestirnir 46 stiga sigur, 67-113. Sigtryggur Arnar Björnsson fór fyrir Tindastóli með 22 stig. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 22 stig í kvöld.Mummi Lú Íslandsmeistarar Stjörnunnar lentu í brasi í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu vel og leiddu með níu stigum í hálfleik, 48-39. Áfram héldu heimamenn sem lögðu meistarana að lokum með 21 stigi, 92-71.