Cillian Murphy les Laxness

Írski leikarinn Cillian Murphy segir skáldsöguna Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness vera meistaraverk. Hann segir verkið vera stórkostlegt, hann hafi lesið helminginn af bókinni í flugi yfir Atlantshafið að hann geti hreinlega ekki lagt hana frá sér. Cillian fjallar um bókina í í hlaðvarpinu Inklings Book Club . Enski rithöfundurinn Max Porter benti Cillian á verkið. Hann taldi leikarann þurfa á „hrífandi og ekki yfirborðskenndu verki að halda“ og því hafi Sjálfstætt fólk orðið fyrir valinu. @jack_edwards I recommended Cillian Murphy a book from my book club, after hearing he loved Max Porter’s recs!! Now I neeeed to read Independent People!!!! Welcome to the @Inklings Book Club ♬ original sound - Jack Edwards Cillian Murphy er einna hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Peaky Blinders. Hann hefur sömuleiðis hlotið fjöldan allan af verðlaunum á leikferli sínum. Árið 2023 hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverk sitt sem J. Robert Oppenheimer sjálfur í samnefndri kvikmynd.