Mjög spennandi tímar í Skagafirði

Taiwo Badmus átti mjög góðan leik fyrir Tindastól er liðið valtaði yfir ÍR, 113:67, í 3. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir jafnan fyrsta leikhluta valtaði Tindastóll yfir ÍR-inga í öðrum og þriðja leikhluta.