Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Zelensky segir fundinn hafa verið langan og afkastamikinn. Á fundinum ræddu forsetarnir meðal annars afhendingu langdrægra Tomahawk-eldflauga. Eftir fundinn sagði Zelensky í samtali við blaðamenn að hann myndi ekki tjá sig um hver niðurstaða þess samtals væri en segir það skýrt að Bandaríkin vilji ekki að stríðið stigmagnist. Hann bindur þó vonir við að Bandaríkin muni taka við drónum í skiptum fyrir langdrægar Tomahawk-flaugar. Zelensky segir umræður um eftirgjöf á landsvæðum viðkvæmar og flóknar vegna þess að Rússar hyggist ekki ætla að gefa eftir nein af sínum landsvæðum ef kæmi til vopnahlés. Trump ræddi við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma í gær og segir hann vilja binda enda á stríðið. Forsetarnir tveir hafa ákveðið að mæla sé mót í Búdapest á næstu vikum. Zelensky mun ekki vera viðstaddur fundinn og telur Trump ólíklegt að Putin og Zelensky muni funda í bráð.