Á annað þúsund íbúa strandbæja í Alaska í Bandaríkjunum hafa verið fluttir brott flugleiðis í vikunni. Mary Miller, yfirmaður þyrlusveitar Bandaríkjahers, gefur barni vatn að drekka.AP/Alaska National Guard / Joseph Moon Mikil hætta hefur skapast af völdum leifa fellibylsins Halong með hárri sjávarstöðu og miklum öldugangi auk þess sem bálhvasst hefur verið. Varaforsetinn JD Vance sagði í færslu á Truth Social að þeir Donald Trump forseti fylgdust vel með framvindu mála. Þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stæði að veita íbúunum þá hjálp sem þurfi í samvinnu við yfirvöld í Alaska.