Óperudagar hófu göngu sína í vikunni en hátíðin, sem nú fer fram í áttunda sinn, stendur til og með sunnudeginum 26. október. Um er að ræða vettvang fyrir klassíska söngvara og þeirra samstarfsfólk sem vilja í sameiningu og samstarfi efla og styrkja óperu-, söng- og tónlistarleikhússenuna á Íslandi.