Næstum þúsund rússneskir hermenn ákærðir fyrir morð frá upphafi innrásar í Úkraínu

Næstum þúsund rússneskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir morð frá því innrásarstríðið í Úkraínu hófst í febrúar 2022. KKona gengur hjá veggmynd eftir Ivan Pimkin í Moskvu sem sýnir rússneskan hermann í fullum herklæðum.EPA / MAXIM SHIPENKOV Óháða vefritið Mediazona tók tölurnar saman og segir gögn frá rússneskum herdómstólum sýna stigvaxandi fjölda ofbeldisglæpa hermanna beggja vegna víglínunnar í Úkraínu. Árið 2022 voru málin 38 talsins, 266 árið eftir og 346 í fyrra. Morðum og árásum sem leiða af sér dauða hefur fjölgað mjög það sem af er árinu 2025 og eru þegar orðin 377. Dómstólar í herstöðvum fjalla eingöngu um árásir gegn hermönnum en héraðs- og flotaherdómstólar taka einnig fyrir ofbeldi hermanna gegn almennum borgurum.