Aftengdur í miðbænum og dró upp hníf

Maður í mjög annarlegu ástandi olli usla í miðborginni í gærkvöldi þegar hann dró upp hníf. Lögregla var kölluð á vettvang og virtist maðurinn aftengdur veruleikanum að því frem kemur í dagbók lögreglu. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa, en lögreglu tókst ekki að ná sambandi við hann vegna vímuástands.