Gamla fréttin: Leiguverð skötuselskvóta hagstætt

Sú var tíðin að skötuselsveiðar við Ísland voru bundnar við miðin úti af suðurströndinni en með hlýnandi sjó hefur útbreiðslusvæði skötuselsins stækkað og fiskurinn fikrað sig lengra norður á bóginn, meðal annars inn í Breiðafjörð. Reynir Þór SH frá Arnarstapa hefur verið á skötuselsveiðum í sumar. Afli bátsins frá upphafi fiskveiðiársins orðinn tæp 50 tonn. Frá þessu sagði í Fiskifréttum 24. ágúst 2007.