Sú var tíðin að skötuselsveiðar við Ísland voru bundnar við miðin úti af suðurströndinni en með hlýnandi sjó hefur útbreiðslusvæði skötuselsins stækkað og fiskurinn fikrað sig lengra norður á bóginn, meðal annars inn í Breiðafjörð. Reynir Þór SH frá Arnarstapa hefur verið á skötuselsveiðum í sumar. Afli bátsins frá upphafi fiskveiðiársins orðinn tæp 50 tonn. Frá þessu sagði í Fiskifréttum 24. ágúst 2007.