Nýr ritari verður kosinn á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í dag, en Ásmundur Einar Daðason hætti sem ritari flokksins í lok september. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti í Múlaþingi og varaþingmaður, og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þingmaður, eru í framboði til ritara. Nokkur spenna ríkir jafnframt fyrir ávarpi formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar. Flokkurinn mælist með tæplega sex prósenta fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup, en búist er við að rætt verði um það hvort flýta eigi flokksþingi. Það er æðsta vald flokksins þar sem kosið er um önnur embætti forystunnar. Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknar.RÚV / Ragnar Visage