Heitir Sokki af því hann er sokkur

Æskulýðsstarf hestafélagsins Fáks hófst í gær með frekar óvenjulegu hestamóti. Þar sem enn á eftir að taka flesta hesta á hús, var ákveðið að þjappa barnahópnum saman í upphafi vetrarstarfs með því að setja upp hobbýhestaþrautabraut. Þetta framtak var fljótt að spyrjast út, og eftirspurnin var mikil utan félags. Því varð úr að Hobbýhestafélagi Íslands, sem telur um 100 iðkendur, og börnum úr hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu var líka boðið að taka þátt.