Lögreglan handtók mann í miðborg Reykjavíkur sem í mjög annarlegu ástandi hafði dregið upp hníf. Hann var í haldi fólks þegar lögreglu bar að og ekki hægt að ræða við hann vegna vímu. Lögreglubíll í Aðalstræti. Mynd úr safni.RÚV / Vignir Már Eiðsson Þetta er meðal þess kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla var kölluð til vegna þriggja þjófnaðarmála í miðborginni og stuldi á rafhlaupahjóli. Alls gistu 8 fangageymslu í morgun, þar á meðal maður sem þusti inn í íbúð í miðborginni, læsti sig inni á salerni og neitaði að koma út fyrr en lögreglan kom. Lögreglan rannsakar einnig árás á konu sem var að stíga út úr bíl sínum í miðbænum. Hún hrópaði á hjálp og við það flúði árásarmaðurinn.