EEftirlitsmenn rannsaka verksummerki eftir loftárás Pakistana á Paktika-hérað í Afganistan.AP / Shafiqullah Mashaal Pakistanskir og afganskir embættismenn hittast til friðarviðræðna í Katar í dag. Afganir sökuðu nágranna sína um að rjúfa tveggja sólarhringa vopnahlé í gær með mannskæðum árásum á landamærahéruð landsins. Næstum vikulöng átök höfðu kostað tugi mannslífa beggja vegna landamæranna áður en skammvinnt vopnahléð komst á. Pakistanski ríkismiðillinn segir varnarmálaráðherrann Khawaja Asif á leið til Doha ásamt Asim Malik, hershöfðingja og yfirmanni leyniþjónustunnar. Sendinefnd háttsettra afganskra embættismanna undir forystu varnarmálaráðherrans Mohammed Yaqub er einnig væntanleg þangað.