Innkalla tvær framleiðslulotur vegna gruns um salmonellu

Grunur er um salmonellu í tveimur framleiðslulotum af kjúklingalærum í buffalómarineringu framleiddum af Stjörnugrís. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að dreifing vörunnar hafi verið stöðvuð og innköllunarferli hafið. Varan er seld í Bónus og Krónunni, en innköllunin á við um lotunúmer: 8019-25287 og 8019-25279 „Til að fyrirbyggja áhyggjur neytenda skal tekið fram að kjúklingurinn er öruggur til neyslu ef hann er eldaður í gegn. Gæta skal þess að safi frá hráum kjúklingi komist ekki í snertingu við aðra matvöru,“ segir í tilkynningunni þar sem neytendum er bent á að skila vörunum, hafi þær þessi lotunúmer, í viðkomandi verslun. Varan er í svona pakkningum.Ljósmynd / Stjörnugrís