Lengri bankadagur stórt framfaraskref

Dagslok bankakerfisins hafa verið færð frá klukkan 21 til miðnættis. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB, lýsir þessu sem stóru framfaraskrefi enda styrkist áreiðanleiki og hraði rauntímagreiðslna enn frekar fyrir almenning, fyrirtæki og fjármálakerfið í heild.