Afhending Íslensku menntaverðlaunanna 2025 fór fram á Bessastöðum, þar sem verðlaunað var fyrir framúrskarandi skólastarf, verkefni og kennslu. Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf nú í ár. Framúrskarandi kennari ársins er Örvar Rafn Hlíðdal, íþróttakennari í Flóaskóla, fyrir framúrskarandi íþróttakennslu og árangur í starfi. Verðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefnið hlutu Lítil skref til læsis, samstarfsverkefni leikskólans Grænuvalla og Borgarhólsskóla á Húsavík um málörvun og læsi. Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri Grænuvalla, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, deildarstjóri við Borgarhólsskóla, tóku við verðlaununum. Framúrskapandi iðn- og verkmenntun hlaut framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Helga Kristín Kolbeins skólameistari tók við verðlaununum fyrir skólann. Háaleitisskóli að Ásbrú í Reykjanesbæ hlaut Hvatningaverðlaunin. Skólastjórinn Unnar Stefán Sigurðsson tók við verðlaununum. Hægt er að horfa á Íslensku menntaverðlaunin 2025 hér fyrir neðan. Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Veitt voru fimm verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf, verkefni og kennslu