Haukakonur máttu þola 18 marka tap á heimavelli fyrir spænska liðinu Malaga, 36-18, í Evrópubikarkeppninni í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitunum. Malaga var tíu mörkum yfir í hálfleik, 19-9. Haukar töpuðu stórt á Ásvöllum.RÚV / Mummi Lú Seinni leikur liðanna verður í Malaga eftir viku. Fyrr í dag töpuðu Valskonur einnig stórt í Evrópudeildinni fyrir þýska liðinu Blpmberg-Lippe, 37-24, eins og áður hefur verið greint frá .