Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, beindi spjótum sínum að Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Samfylkingunni í ræðu sinni í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, í dag þar sem ný ásýnd flokksins og stefna var kynnt. Guðrún gagnrýndi Kristrúnu fyrir að ætla sér að „berja niður vexti með sleggju“, eins og hún boðaði í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningar, þar sem Samfylkingin fékk meiri stuðning en Sjálfstæðisflokkurinn...