Chelsea fór upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með 3-0 sigri á stjóralausu liði Wolves. Malo Gusto, Joao Pedro og Pedro Neto skoruðu mörkin sem komu öll í seinni hálfleik. Chelsea er með 20 stig í öðru sæti, sex stigum á eftir Arsenal sem gerði jafntefli við Sunderland fyrr í kvöld. Arsenal hafði fyrir leikinn ekki fengið á sig mark í átta leikjum í röð. Wolves situr fast á botni deildarinnar með tvö stig að loknum 11 umferðum. Varnarmaðurinn Malo Gusto skoraði fyrsta markið sitt á atvinnumannaferlinum í sigri Chelsea í kvöld.AP/PA / John Walton Úrslit dagsins Tottenham - Man Utd 2-2 Fulham - Everton 2-0 West Ham - Burnley 3-2 Sunderland - Arsenal 2-2 Chelsea - Wolves 3-0