200 látnir blása í áfengismæli

Lögregla hélt upp ölvunarpósti á Sæbraut.RÚV / Ragnar Visage Lögregla hélt uppi ölvunarpósti á Sæbraut við Kirkjusand í gærkvöld og lét 200 ökumenn blása í áfengismæli. Samkvæmt fréttaskeyti lögreglunnar voru höfð afskipti af ökumanni sem var að aka á göngugötu og reyndist einnig vera að aka undir áhrifum fíkniefna. Annars staðar hafði lögregla afskipti af ökumanni undir áhrifum áfengis sem var með fjórum fleiri farþega í bílnum en leyfilegt er.