Niðurstöður nýrrar könnunar ME félags Íslands meðal einstaklinga með ME eða LC (langvarandi einkenni Covid), sýna alvarlegt vandamál í íslenska heilbrigðis- og bótakerfinu. Niðurstöðurnar draga fram mynd af fólki sem bíður árum saman eftir greiningu, missir starfsgetu, verður tekjulaust og fær ítrekaðar hafnanir á réttindum og nauðsynlegum hjálpartækjum. Þetta er staða sem er ómannúðleg og óásættanleg.