Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni

Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi og hæð yfir Grænlandi stýra veðrinu í dag með ákveðinni austan- og norðaustanátt og hvössum vindstrengjum með suðausturströndinni. Dálítil rigning eða slydda, en þó yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi.