Þúsundum flugferða aflýst

Hátt í þrjú þúsund flugferðum hefur verið aflýst í Bandaríkjunum síðan á föstudag þegar takmarkanir á flugumferð vegna lokunar alríkisstofnana þar í landi tóku gildi. Viðbúið er að minnst þúsund ferðum verði aflýst í dag. Bandarískar alríkisstofnanir hafa verið lokaðar í 40 daga frá 1. október síðastliðnum þegar þingmönnum Repúblíkana og Demókrata tókst ekki að koma sér saman um fjárlög. Alríkisstarfsmenn hafa unnið launalaust síðan eða verið sendir í launalaust leyfi. Lokunin er orðin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Flugmálayfirvöld í segja erfitt að manna flugturna á minnst 40 flugvöllum. Vandræðin hafa áhrif á flugvelli í 12 bandarískum stórborgum, meðal annars New York, Chicago og San Francisco. Viðbúið er að minnst þúsund flugferðum verði aflýst daglega þar til bandaríska þingið kemur sér saman um fjárlög.