Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 mældist í Öskju klukkan 9:39 í morgun. Jarðskjálftar af þessari stærð eru ekki mjög algengir í Öskju, að sögn Iðunnar Köru Valdimarsdóttur náttúruvársérfræðings. Sex skjálftar 3 eða stærri hafa mælst í Öskju síðan 2017, sá síðasti í nóvember í fyrra. Iðunn segir landris hafa verið undir Öskju síðustu ár en að skjálftinn þurfi ekki að hafa neina þýðingu. Engir eftirskjálftar hafa mælst.