Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var hand­tekinn við Hamra­borg

Ökumaður var í gær handtekinn við Hamraborg í Kópavogi eftir að hafa endað uppi á vegkanti á flótta sínum frá lögreglu, þar sem hann hafði reynt að komast undan því að blása í áfengismæli. Hann er grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna.