Stór skjálfti í Öskju í morgun

Skjálfti að stærð 3,5 varð í Ösku klukkan rétt rúmlega hálf tíu í morgun, en skjálftar að þessari stærð ekki algengir á svæðinu, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Engir eftirskjálftar hafa mælst.