Taldi flest íslensk ættarnöfn málspjöll

Frá 1925 til 1955 giltu lög í þessu landi um mannanöfn sem fólu í sér bann við að Íslendingar tækju upp ný ættarnöfn. Þar var einnig ákveðið að þau ættarnöfn, sem tekin höfðu verið upp á árunum 1915-1925, skyldu smám saman falla niður. Í þessum lögum voru hins vegar ekki settar hömlur á að útlendir menn er flyttust til landsins héldu erlendum ættarnöfnum sínum.