„Birkið í Fossvoginum núna er mjög illa farið“

„Þetta er eftir snjóþyngslin um daginn, í lok október, þegar 40 sentimetrar af jafnföllnum snjó féllu á tiltölulega stuttum tíma,“ segir Kári Aðalsteinsson hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur um stórtjón á trjám í Fossvogskirkjugarði.