Þegar stjórnmálamenn ætla að láta til sín taka í húsnæðismálum er stefið oftast hið sama: að nú þurfi að hjálpa fyrstu kaupendum. Það er vissulega rétt að ungt fólk á erfitt uppdráttar á húsnæðismarkaði, en lausnin gæti hins vegar falist í því að byggja fyrir fólk sem er að kaupa sitt síðasta heimili.