Vill leiða Sjálf­stæðis­flokkinn í Reykja­nes­bæ

Unnar Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Hann greinir frá þessu í samfélagsmiðlafærslu.