„Um 60.000 litlir kallar sem við pöntum“

„Salan gekk afar vel og Neyðarkallinn er víðast hvar uppseldur,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við mbl.is um eina stærstu reglulegu fjáröflun björgunarsveita á Íslandi, sölu Neyðarkalls sveitanna fyrir árið 2025 sem lýkur í dag.