Stjórnvöld í Bretlandi ætla að kynna hertari reglur í útlendingamálum síðar í mánuðinum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að innanríkisráðherra landsins, Shabana Mahmood , hafi sent sendinefnd til Danmerkur til að kynna sér danska innflytjendalöggjöf en hún þykir ein sú harðasta í Evrópu. Í Danmörku hefur umsækjendum um hæli fækkað snarlega á síðustu árum og í fyrra voru þeir færri en nokkru sinni síðustu fjörutíu ár, ef frá er talið árið 2020 þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst. Shabana Mahmood, innanríkisráðherra Bretlands.EPA / ADAM VAUGHAN