Tvíbætti heimsmet á Íslandsmótinu

Undanrásir þriðja og síðasta keppnisdags Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug hófust með látum í Laugardalslaug í morgun, þar sem sett voru bæði heimsmet og tvö Íslandsmet í flokki fatlaðra. Snævar Örn Kristmannsson úr Breiðabliki stal senunni í undanrásunum í morgun þegar hann synti 50 metra flugsund í flokki S19, flokki einhverfra, á nýju heimsmeti, 26,79 sekúndum. Hann bætti þar með fyrra heimsmet Daniel Smith frá Nýja-Sjálandi sem hafði staðið í rúmt ár, 26,96 sekúndur. Snævar þó ekki hættur því hann bætti heimsmteið aftur í úrslitahlutanum síðdegis þegar hann synti á 26.69 sekúndum. Hann bætti því metið sitt frá því í morgun um 27 hundraðshluta úr sekúndu. Þessi frétt var uppfærð síðdegis eftir að Snævar sló metið öðru sinni. Þetta var að sjálfsögðu nýtt Íslandsmet hjá Snævari og annað Íslandsmet morgunsins setti Ólympíufarinn Sonja Sigurðardóttir (ÍBR) í 100m skriðsundi í flokki S3. Hún synti á 2:40,46 mínútum. Flokkar S1 til S10 ná yfir hreyfihamlaða keppendur þar sem fötlunin er mest í flokki 1 og minnst í flokki 10. Bein útsending hefst frá úrslitahluta lokakeppnisdags Íslandsmótsins á RÚV 2 klukkan 16:30 í dag.