Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breið­holts­braut

Steypuvinnu við nýja Breiðholtsbraut er lokið og gekk vel að sögn Vegagerðarinnar. Opnað verður fyrir umferð í fyrramálið. Alls fóru 1650 rúmmetrar af steypu í brúna sem nemur 205 steypubílum.