Forskot tekið á jólin á jólabasar Hringsins

Þótt meira en einn og hálfur mánuður sé til jóla voru margir sem nýttu tækifærið í dag og keyptu handverk Hringskvenna á jólabasar þeirra og styrktu um leið gott málefni. Hringurinn var stofnaður 1904 og er megin bakhjarl Barnaspítala Hringsins enda er spítalinn nefndur eftir honum. Lilja Ægisdóttir formaður segir framlög Hringsins gegnum árin örugglega skipta milljörðum króna. 350 konur á öllum aldri eru í félaginu og mjög margar eru meira og minna að allt árið að undirbúa basarinn. Hringurinn heldur jólakaffi í Hörpu 30. nóvember með happdrætti, skemmtiatriðum og kræsingum.