„Stórkostlegur árangur að keppa með ófötluðum og komast á verðlaunapall“

Íslandsmótinu í 25 metra laug í sundi lauk í Laugardalslaug í kvöld. Snævar Örn Kristmannsson sló heimsmetið í 50 metra flugsundi í fötlunarflokki S19 tvisvar í dag. Snævar Örn sem syndir fyrir Breiðablik keppir í S19, fötlunarflokki einhverfra, en fatlaðir kepptu með ófötluðum á Íslandsmótinu um helgina. Snævar synti í úrslitum 50 metra flugsundsins á 26,69 sekúndum og bætti heimsmet sitt frá því í morgun um tíu hundruðustu úr sekúndu. Birnir Freyr Hálfdánarson vann hins vegar á 23,80 sekúndum. „Þetta er stórkostlegur árangur hjá Snævari á þessu móti. Að keppa með ófötluðum og komast á verðlaunapall. Hann er á verðlaunapalli í bæði 50 og 100 metra flugsundi,“ sagði sundsérfræðingurinn og sjónvarpslýsandinn Ingi Þór Ágústsson í íþróttafréttum á RÚV um þennan magnaða árangur Snævars. Sundsérfræðingur segir það mikið afrek hjá Snævari Erni Kristmannssyni að tvíbæta heimsmet í fötlunarflokki sínum á Íslandsmótinu í sundi sem lauk í kvöld. Ellefu keppendur náðu lágmörkum á Evrópumótið í 25 metra laug samanborið við sex síðast. Auk þess setti Snævar Evrópumet í 50m, 100m og 200m flugsundi og 100m fjórsundi. Frammistaða hans vakti mikla athygli í lauginni og undirstrikar framfarir í íslensku afreksstarfi fatlaðra. Alls voru slegin tvö unglingamet, tólf Íslandsmet, þar af sex Íslandsmet í flokkum fatlaðra, tvö heimsmet fatlaðra og fjögur Evrópumet fatlaðra. Sjá úrslit í öllum greinum Íslandsmet í opnum flokki á mótinu Birnir Freyr Hálfdánarson (SH) - 100m flugsund (52,41) Símon Elías Statkevicius (SH) - 50m skriðsund (21,75) A-sveit SH kvenna - 4x50m fjórsund (1:53,52) B-sveit SH - 4x50m blandað fjórsund (1:45,10) A-sveit SH karla - 4x100m skriðsund (3:17,16) A-lið SH kvenna - 4x100m fjórsund (4:13,11) Íslandsmet í flokkum fatlaðra Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) - S19 50m flug (26,79 / 26,69) Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) - S19 100m flug (59.77) Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) - S19 200m flug (2:14,57) Róbert Ísak Jónsson (SH) - SB14 100m bringa (1:07.33) Sonja Sigurðardóttir (ÍFR) - S3 100m frjáls aðferð (2:40,46) Ellefu keppendur náðu lágmörkum á Evrópumeistaramótið í 25m laug í Pólland, 2.–7. desember, samanborið við sex keppendur á síðasta mót. Snæfríður Sól Jórunnardóttir (Aalborg), Snorri Dagur Einarsson (SH), Einar Margeir Ágústsson (ÍA), Símon Elías Statkevicius (SH), Guðmundur Leo Rafnsson (ÍRB), Birgitta Ingólfsdóttir (SH), Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (SH), Birnir Freyr Hálfdánarson (SH), Hólmar Grétarsson (SH), Ýmir Chatenay Sölvason (SH) og Vala Dís Cicero (SH). Nánar má lesa um mótið á vef Sundsambands Íslands .