Handagangur var í öskjunni um helgina þegar ný brú yfir Breiðholtsbraut í Reykjavík, sem verður hluti af Arnarnesvegi, var steypt. Hræran sem þurfti var alls 1.650 rúmmetrar og hún var flutt á staðinn í 205 ferðum steypubíla. Verkið sjálft var átján tíma törn og allt gekk eins og í sögu.