Hvessir norðvestantil og við suðausturströndina

Hvassast verður norðvestantil og við suðausturströndina í dag. Útlit er fyrir dálitla snjókomu eða rigningu norðan- og austanlands en á Vesturlandi er upp runnin bjartviðristíð. Norðaustan fimm til þrettán, en tíu til átján norðvestantil og við suðausturströndina. Dálítil snjókoma eða rigning norðan- og austanlands, en bjartviðri á Vesturlandi. Hiti frá frostmarki að átta stigum, mildast syðst. Norðan- og norðaustan fimm til þrettán á morgun. Dálítil él norðan- og austanlands, en léttskýjað suðvestantil. Hiti um eða undir frostmarki. Norðaustlæg átt og dálítil él norðan- og austanlands, annars bjart með köflum. Frystir um allt land. Hægur vindur og þurrt á fimmtudag, en líkur á éljum norðvestantil. Hlýnar vestast, en áfram kalt annars staðar.