Starfshættir Isavia og Samgöngustofu verði metnir

„Sú staðreynd að það hafi mistekist að lækka trjágróðurinn í Öskjuhlíð áður en nauðsynlegt reyndist að loka flugbrautinni getur bent til þess að þessum opinberu aðilum hafi ekki tekist nægjanlega vel að gæta að þessum meginskyldum sínum,“ segir í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni alþingismanni.