Áður en fyrsta sprengjan féll á Úkraínu höfðu rússnesk stjórnvöld þegar háð langt upplýsingastríð. Í aðdraganda innrásarinnar byggðu þau upp kerfisbundna frásögn þar sem nágrannalandið var sagt vera peð vestrænna afla, jafnvel „nasistaríki“ sem þyrfti að „hreinsa“, á sama tíma og sjálfstæði þess var hafnað sem tilbúningi – að Úkraína væri í raun hvorki þjóð né ríki.