Við erum að vinna fyrir þig

Eftir eitt veðursælasta haust í manna minnum vorum við minnt allhressilega á að það getur víst enn gert almennilegan vetur á Íslandi. Út um borg og bý, við strendur og til sveita höfum við öll þurft að stökkva til, huga að eignum okkar og hjálpa fólkinu í kringum okkur að gera slíkt hið sama. Við vorum misvel undirbúin, og sumir kannski alls ekki. Það getur stundum spilast svona.