Undanfarin misseri hefur íbúðarhús Gísla O. Gíslasonar að Uppsölum í Selárdal verið lagfært að innan sem utan, en þar verður Gíslastofa opnuð næsta sumar. Rafmagn hefur verið leitt í húsið og þar er nú hiti í gólfum og klósett og vaskur komin í gagnið. Gluggar hafa verið einangraðir og gert hefur verið við veggi í öllum rýmum. […]