Ummælin röng og gegn betri vitund

Yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins kveður þau ummæli formanns Félags pípulagningameistara í Morgunblaðinu um helgina út í hött að félagið sé eina fagfélagið sem reyni að verja meistarakerfið og SI sitji þar hjá. Auk þess séu ummælin vanvirðandi gagnvart hinum meistarafélögunum.