Ljósin vöfðust fyrir bílstjórum

Lögregla hafði afskipti af tveimur ökumönnum á kvöld- og næturvaktinni. Ljósin á bílunum vöktu athygli lögreglumanna. Annar var sektaður í Vogahverfi í Reykjavík. Hann var með kveikt á þokuljósunum. Hinn reyndist vera með blá ljós í framrúðu bíls síns þar sem hann var á akstri í póstnúmeri 101. Slíkt er bannað með öllu og var ökumaðurinn sektaður. Annar ökumaður á svipuðum slóðum var líka sektaður fyrir að vera með skyggðar filmur í fremri hliðarrúðum bíls síns. Bíllljós.RGBStock / Adrian van Leen