Hætta gjaldtöku við spítalann

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að segja upp samningi um gjaldtöku á bílastæðum á gjaldsvæði 4 (P4). Svæðið nær meðal annars að Landspítalanum við Eiríksgötu og Fossvog, Háskólanum í Reykjavík og Húsfélaginu við Borgartún 8-16 og Katrínartún 2.