Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit
Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson urðu Íslandsmeistarar í CrossFit um helgina eftir flotta keppni. CrossFit Reykjavík hélt keppnina að vanda og fóru allar greinar fram í stöðinni fyrir utan eina í sundlauginni í Hveragerði.