200 drepnir í átökum tveggja vígahópa

Um 200 hafa verið drepnir í skærum milli tveggja íslamskra vígasveita nærri Tsjad-vatni í Nígeríu, að því er hermálayfirvöld í landinu segja. Átök brutust út milli hryðjuverkasamtakanna alræmdu Boko Haram og Samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki í Vestur-Afríku (ISWAP). „Miðað við okkar tölur voru um 200 Boko Haram-vígamenn drepnir í átökunum,“ segir frammámaður í vígasveitum, sem ekki er skipuð herskáum íslamistum og vinnur náið með stjórnvöldum í Nígeríu, við AFP-fréttaveituna. Íslamskir vígamenn eru aðsópsmiklir í norðurhluta Nígeríu og skapa mikla hættu fyrir íbúa þar. Hermenn Nígeríuhers á leið í herferð gegn vígahópum í landinu.EPA