Stjörnur landsins létu til sín taka um helgina. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fyllti miðbæinn af tónlist og góðri stemningu, Bríet gaf út nýja EP-plötu og stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir var tilnefnd til Grammy-verðlauna annað árið í röð. Þá var feðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og nýttu margir tækifærið til að senda feðrum sínum hlýjar og fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum.